Menu

 

 klukka afhent 6Bjöllunni var hringt til húsþings í morgun og þar fjallaði skólameistari um viðburðina sem framundan eru: Kynningardag skólans/ML-daginn og söngkeppnina Blítt og létt, en hvorttveggja verður á fimmtudag.

Að því búnu tók Þórarinn Guðni Helgason, sem er frá Gegnishólaparti í Flóa og nemandi í 2. bekk, til máls. Hann kvaðst hafa verið í leið í morgunmat dag einn í september þegar honum datt í hug, í í tengslum við annað mál, að merki skólans myndi henta vel sem klukkuskífa. Hann dreif síðan í því að  búa til klukku úr ryðfríu stáli, þar sem tölvustýrt tæki skar merkið út. Að því búnu skellti hann baki úr áli á skífuna. Að loknum þessum inngangi afhenti Þórarinn skólanum klukkuna að gjöf við mikinn fögnuð viðstaddra, sem von var. 

Skólameistari tók við gjöfinni og þakkaði Þórarni hlýhug í garð skólans og kvað klukkunni verða fundinn staður við hæfi.

pms

NOKKRAR MYNDIR

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst