Menu

 

Við GullfossNemendur í áföngunum NÁT113 og JAR103 fóru í sameiginlega jarðfræðiferð þriðjudaginn 26.apríl.

Nemendur í JAR103 sáu um að leiðsegja samnemendum sínum á þeim stöðum sem heimsóttir voru. Komið var víða við, tekin var hinn gullni hringur þar sem Þingvellir, Gullfoss og Geysir voru heimsóttir. Jafnframt skoðaði hópurinn Seyðishóla og Kerið, ásamt fleiri jarðfræðilegum fyrirbærum.

Ferðir sem þessi eru nauðsynlegur hluti af kennslu áfangans og eru nemendur Menntaskólans að Laugarvatni sérstaklega heppnir að því leyti, að hér er hægt að skoða svo til allt sem rætt hefur verið í vetur á ekki lengri tíma en sem nemur einum degi. Nemendur fá að kynnast því sem rætt hefur verið innan veggja skólastofunnar og fá raunverulega tilfinningu fyrir námsefninu.

 Ragnhildur Sævarsdóttir jarðfræðikennari.

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst