Menu

 

Hópurinn í fjósinu á HvanneyriNemendur 4. bekkjar búa sig nú undir útskrift og munu senn yfirgefa ML. Einn liður í undirbúningnum er lífsleikniáfangi þar sem fjallað er um náms- og starfsval. Í áfanganum fá þeir fræðslu og kynningar frá ýmsum skólum og stofnunum.

Á þessari önn fóru nemendurnir í tvær ferðir til að kynna sér skóla og fyrirtæki. Í febrúar heimsóttu þeir Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og fyrirtækið CCP þar sem fyrrverandi ML-ingur Dögg Jónsdóttir tók á móti hópnum. Einnig var litið við í Norræna húsinu, á bóksafnið og á skemmtilega sýningu um barnamenningu.

8. maí, lögðu nemendur svo leið sína í Borgarfjörðinn til að kynna sér nám í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og í Háskólanum á Bifröst. Það er gaman að segja frá því að sex af nemendunum hafa ákveðið að sækja nám á Hvanneyri.

Kynningar sem þessar auka tvímælalaust á víðsýni nemenda og hjálpa þeim að taka ákvarðanir um framtíðina.

Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir hönd hópsins til háskólanna og CCP fyrir frábærar móttökur að ógleymdum Pálma Hilmarssyni sem er óþreytandi við að keyra ML-inga um allar trissur.

Gríma Guðmundsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi

Myndir frá ferðunum

2017 21 02 Hákólakynnsiferð Rvk

2017 08 05 Hvanneyri og Bifröst

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst