Menu

 

pi eplakaka

Nýlega lögðu raungreinakennarar og verkefnastjóri UT í ML í langferð norður í land. Var heimsóknin liður í þróunarverkefni í stærðfræði innan ML.  Ætlunin var að kynnast starfi kennara bæði við  Menntaskólann á Tröllaskaga (MTR) og Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra (FNV). 

Var ekið norður á Ólafsfjörð á sunnudeginum eftir göngur og réttir. Er Menntaskólinn á  Tröllaskaga þekktur fyrir nýjungar í skólastarfi og innleiðingu nýrra kennsluhátta. Á mánudagsmorgninum hittum við skólameistara og annað starfsfólk skólans. Við sátum faggreinafund innan skólans ásamt því að kynna þróunarstarf okkar á Laugarvatni. Eftir góða kynningu af skólastarfinu og hádegismat á Kaffi Klöru var haldið á Sauðárkrók. Þar hittum við stóran hluta stærðfræðikennara í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og áttum með þeim góðan fund. Að lokum lá leiðin í verknámshús FNV þar sem við fengum kynningu á bæði Fablab og þeirri vinnu sem þar fer fram með grunn- og framhalds-skólanemum. 

Þetta var bæði fróðlegur og skemmtilegur dagur þar sem stærðfræðikennsla og almennt kennslufyrirkomulag var skoðuð frá fjölmörgum hliðum. Við ókum svo sem leið lá heim á leið um kvöldið enda kennsla í ML komandi þriðjudagsmorgun.

Síðastliðinn föstudag vorum við undirrituð svo með kynningu á þróunarverkefninu á Ráðstefnu um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum á vegum samtaka áhugafólks um skólaþróun. Tókst sú kynning ágætlega og skapaðist góð umræða almennt um leiðsagnarmat.

Með kveðju Baldur, Ella Jóna, Jón og Lóa

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst