Menu

 

visindaferd MediumUm 50 nemendur á öðru og þriðja ári náttúruvísindabrautar í ML fóru í dagsferð þann 27. september ásamt þremur kennurum og húsbónda er ók langferðabílnum.

Fyrst lá leiðin í Steingrímsstöð þar sem virkjunin var skoðuð allt frá inntaki við Þingvallavatn til frárennslis í Úlfljótsvatn. Þaðan lá leiðin í Kolsýruvinnsluna á Hæðarenda þar sem við fengum góða kynningu á því hvernig kolsýra uppgötvaðist þar við borun eftir heitu vatni. Nú er þar unnin um 2/3 af allri kolsýru sem nýtt er á Íslandi.

Pitsuhlaðborð í Þrastarlundi vakti ánægju allra í hópnum og þaðan lá leiðin í Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Þar kynntumst við framleiðslu og vinnslu ýmissa mjólkurvara og nemendur í lífrænni efnafræði fengu að ganga um rannsóknastofuna. Næsti áfangastaðir var Flúðir og Baldur jarðfræðikennari miðlaði fróðleik um þau náttúrufyrirbæri sem fyrir augu bar á leiðinni. Á Flúðum var stutt kynning á svepparæktun fyrir hópinn og við gæddum okkur á kaffi og kökusneið á nýju kaffihúsi Flúðasveppa – Farmers Bistro áður en haldið var í einingaverksmiðjuna Vírnet-Límtré þar sem vinnsla á tilbúnum einangrunarklæðningum og límtrésbitum var kynnt.

Þreyttir en sáttir nemendur og kennarar komu til baka í ML um kl. 17, hvar stór hluti nemenda mætti beint á kóræfingu.

Fleiri myndir má sjá hér.

Takk fyrir okkur

Baldur, Jón og Lóa stærðfræði og raunvísindakennarar ML

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst