Menu

 

 

BoxiðSíðastliðinn laugardag tók lið frá ML þátt í Boxinu, úrslitum framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. 
Boxið felst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Liðin fara í gegnum þrautabraut með átta þrautum sem eru sérhannaðar af sérfræðingum fyrirtækja úr ólíkum greinum innan Samtaka iðnaðarins með aðstoð starfsfólks Háskólans í Reykjavík (HR). 

Alls tóku 26 lið frá 14 skólum þátt í forkeppni í október og kemst aðeins eitt lið áfram frá hverjum skóla í úrslit, hvar aðeins keppa bestu liðin frá átta skólum.

Tvö lið tóku þátt í forkeppni innan ML og komst áfram í úrslitakeppnina sigurliðið, Kompani Håkon. 

Liðið skipuðu Anna Marý Karlsdóttir, Einar Trausti Svansson, Håkon Snær Snorrason, Rúnar Guðjónsson og Sóldögg Rán Davíðsdóttir. Í lokakeppninni í HR var kallaður til varamaðurinn Ástráður Unnar Sigurðsson. 

Annað árið í röð voru einu landsbyggðarskólarnir í úrslitakeppninni af Suðurlandi, FSU og ML. Voru bæði liðin skóla sínum til sóma, t.d. með sigri í þraut er lögð var fyrir liðin af Endurvinnslunni varðandi hönnun ökutækis úr áldósum. 

Boxið verður sýnt í vetur á RÚV í 10 nokkrum mín. löngum þáttum.  

Sjá einnig frétt á mbl.is og faceboook.

Jón Snæbjörnsson, eðlis- og stærðfræðikennari

  

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

namsmatstafla

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst