Menu

 

 

Föstudaginn 3. nóvember fóru nemendur úr 2F, ásamt kennara sínum í áfanganum Tjodarspegill- Félagsfræði: kenningar og rannsóknir, í Háskóla Íslands til þess að fylgjast með Þjóðarspeglinum. Pálmi keyrði rútuna og var lagt snemma af stað (7.45) til þess að ná fyrsta erindinu sem hófst klukkan 9 um morguninn.

Þjóðarspegillinn er ráðstefna í félagsvísindum þar sem fjallað er um það helsta í rannsóknum á sviði félagsvísinda hér á landi. Fyrirlestrar eru fluttir á málstofum og fengu nemendur að velja sér málstofu. Hvert og eitt valdi sér eina málstofu fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Má þar nefna málstofur á borð við: Framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins, Rannsóknastofa í afbrotafræði: Ofbeldisbrot, öryggistilfinning og afbrotaþróun, MARK I: Kyngervi, kynferðiseinelti og kynlífsmenning og Sálræn áföll og ofbeldi. Erindin voru áhugaverð og sköpuðu líflegar umræður sem nemendur ML tóku virkan þátt í. Gaman var að koma upp í Háskólann og kynnast menningunni þar. Í hádeginu var svo farið á Hard Rock þar sem var ljúffengir hamborgarar voru snæddir með bros á vör. Mörgum þótti það hápunktur ferðarinnar. Virkilega skemmtileg ferð með flottum nemendum.

Nokkrar myndir hérna.

Karen Dögg BryndísarogKarlsdóttir félagsvísindakennari

 

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

namsmatstafla

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst