Menu

 

 

Kynjafraedi

Kynjafræðikennarar í framhaldsskólum landsins, þar á meðal undirrituð, hafa myndað með sér gott tengslanet. Nokkrum sinnum hafa þau tekið sig saman um að skipuleggja málþing fyrir nemendur sína. Að þessu sinni var málþingið haldið í tengslum við jafnréttisdaga Háskóla Íslands, í samstarfi við námsbraut í kynjafræði við HÍ. Nemendur í 1F og 1N fóru með rútu á viðburðinn, í Veröld - húsi Vigdísar, þriðjudaginn 17. október. Yfirskrift málþingsins var Kynjajafnrétti í framhaldsskólum Íslands.

Boðið var upp á fjögur erindi. Tveir kennarar úr Menntaskólanum að Laugarvatni voru með erindi; Karen Dögg BryndísarogKarlsdóttur fjallaði um drusluskömm og Freyja Rós Haraldsdóttir ræddi um jafnrétti í félagslífi í framhaldsskólum og hlutverk jafnréttisfulltrúa. Hjálmar Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, talaði um kynferðisofbeldi meðal framhaldsskólanema. Hildur Vala Einarsdóttir, meðlimur í félaginu Kítón - konur í tónlist, ræddi um kynjahallann í skemmtanalífi framhaldsskólanema.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir stýrði pallborðsumræðum í lokin, sem höfðu yfirskriftina "Hvað geta framhaldskólanemar gert til að stuðla að auknu jafnrétti?". Egill Hermannsson, nemandi í 2N Menntaskólans að Laugarvatni, var í pallborði. Hann var verðugur fulltrúi nemenda í umræðunum.

Það er upplagt að nota þetta tækifæri til að minna á jafnréttisáætlun ML. Jafnréttisnefnd Mímis hefur líka sett sér metnaðarfulla áætlun. Þar verður fundað á næstunni og haldið áfram með gott starf. Það getur verið erfitt að finna tíma til að hittast, en jafnréttismálin eru alltaf ofarlega á baugi hjá okkur.

Myndir frá málþinginu.

Freyja Rós Haraldsdóttir kynjafræðikennari og jafnréttisfulltrúi ML

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

namsmatstafla

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst