Menu

 

Himnaríki Mobile

Nemendur á öðru ári brugðu undir sig betri fætinum síðastliðinn fimmtudag. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur þar sem Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands voru heimsóttir.  Nemendur fengu ágætar móttökur og kynningu á námsleiðum skólanna. Fagnaðar- og systkinafundir urðu þegar nemendur hittu  fyrrum ML-ingana Þráin Þórarinsson, Hjörleif Steingrímsson og Viktor Sveinsson sem stunda nú nám í HR.  Að skólaheimsóknunum loknum voru snæddir hamborgarar í Stúdentakjallaranum og loks lá leiðin í Borgarleikhúsið á sýninguna Himnaríki og helvíti. Góður rómur var gerður að leiksýningunni og þótti mörgum hún bæði áhrifamikil og krefjandi. Kennararnir Gríma og Elín Una voru umsjónarmenn í ferðinni og Pálmi kom öllum heilum á höldnu heim þrátt fyrir snjóhreyting og fjúk. 

Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari

Myndir úr ferðinni eru hér.

 

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst