Menu

 

 

Iþrottakennsla MobileÍ febrúarmánuði hafa nemendur í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands hér á Laugarvatni sinnt æfingakennslu í samstarfi við Menntaskólann að Laugarvatni. Þessi árlegi viðburður er mjög mikilvægur liður í námi þeirra en í mars sækja nemendur HÍ verklega þjálfun í framhaldsskólum víðs vegar um landið. Nemendur HÍ stóðu sig með prýði og ekki síður nemendur ML sem sýndu sínar bestu hliðar á meðan á þessu stóð. Smári Stefánsson heldur utan um hópinn að venju en honum til aðstoðar er Helga Kristín Sæbjörnsdóttir íþróttakennari ML. Þess ber að geta að þetta er í síðasta skipti sem samstarf af þessum toga á sér stað milli skólanna tveggja, en þessi önn er sú síðasta sem kennd er við Háskóla Íslands hér á Laugarvatni. Viljum við því nýta tækifærið og þakka fyrir gott og farsælt samstarf undanfarin ár.

Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, fagstjóri íþrótta- og útivistar.

 

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst