Menu

 

Stongin innFöstudagskvöldið sl. frumsýndi Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatni leikritið Stöngin inn! eftir Guðmund Ólafsson, og sýndi það svo tvisvar á laugardeginum. Fjöldi fólks kom til að berja augum afurðina, sem nemendur höfðu haft í gerjun frá því löngu fyrir páska og ef að líkum lætur hafa allir skemmt sér hið besta. Alla vega sú sem þetta skrifar.

Leikritið, sem er gamansöngleikur með Abba-tónlist, gerist í litlu þorpi þar sem karlar dvelja löngum stundum yfir leikjum í Ensku – það líkar konunum ekki og grípa til ráðstafanna, sem hafa ýmislegt ófyrirséð í för með sér.

Leikstjórar voru þau Bjarnveig Björk Birkisdóttir og Sigurður Anton Pétursson. Átján  nemendur og leikarar, komu að sýningunni og 12 nemendur voru í öðrum störfum við sýninguna.

Vikilega skemmtilegt og vel gert hjá krökkunum sem segja sjálf um verkið: ,,… þar sem hent er gaman að staðalímyndum …“

Leikstjórarnir tóku nokkrar myndir og gáfu leyfi fyrir að þær yrðu birtar hér

VS

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst