Menu

 

 

Rannsókn MobileÍ vor voru gerðar rannsóknir á meðal nemenda og kennara ML, til að kanna viðhorf og upplifun af nýtilkomnum vinnustundum. Nemendur í 4F söfnuðu gögnunum undir handleiðslu kennara, en það var hluti af námi þeirra í aðferðafræði félagsvísinda.

Annars vegar voru tekin eigindleg viðtöl við 14 nemendur í skólanum. Hinsvegar var lögð fyrir megindleg spurningalistakönnun; 115 nemendur af  170 svöruðu könnuninni, sem gerir 67% svarhlutfall. 11 kennarar af þeim 15 sem voru með vinnustund svöruðu, sem gerir 73% svarhlutfall. 

Niðurstöður benda til þess að það hafi verið jákvætt skref að taka upp vinnustundir, en í rannsóknargögnunum kom líka ýmislegt fram sem mun nýtast vel í áframhaldandi þróun vinnustundanna. Unnið er að ítarlegri skýrslu en hér fylgir smá sýnishorn af því sem kom í ljós. 

100% þeirra kennara sem svöruðu sögðust hafa mjög eða frekar jákvætt viðhorf til vinnustunda almennt. 

78% nemenda sem svöruðu sögðust hafa mjög eða frekar jákvætt viðhorf til vinnustunda almennt. 17% nemenda svöruðu "hvorki né" og einungis 5% þeirra sögðust hafa frekar neikvætt viðhorf til vinnustunda.

 

Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt.

Freyja Rós Haraldsdóttir - kennari í félags- og hugvísindum.

 

enska25 denmark25 poland25 german frakkland30 spann25

bokalistinn

Ýmislegt

Inna Moodle
Mötuneyti Mímir
NEMEL Útskrifaðir stúdentar
Heilsueflandi framhaldsskóli Grænfáninn
Foreldrafélag ML Vefmyndavél ML

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst