Menu

Þann 21. október, 2010 kom foreldraráð saman til fyrsta fundar. Til ráðsins var stofnað í samræmi við lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008, en þar segir þetta um foreldraráð:
 

50. gr.
Foreldraráð.
Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð. Skólameistari boðar til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann.
Kjósa skal í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur.

Fyrsta foreldraráð skólans var skipað þessum: Geirþrúður Sighvatsdóttir, Miðhúsum í Biskupstungum í Bláskógabyggð, Kristjana Heyden Gestsdóttir, Hraunteigi í Gnúpverjahreppi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og María Magnúsdóttir, Flúðum í Hrunamannahreppi.

Upplýsingar um starfsemi foreldraráðsins eru uppfærðar hér.