Menu

Fyrir nemendur á fyrsta ári eru stoðtímar einu sinni í viku. Þá er um að ræða almenna námsaðstoð fyrir þá sem þurfa stuðning, aðstoð og aðhald í náminu. Stoðtímarnir eru sniðnir að þörfum og óskum nemenda eins og kostur er, en meðal þess sem boðið er upp á eru umræður um námstækni og viðhorf til námsins. Nemendur nýta tímann til að vinna heimanám, fá hjálp við að leysa verkefni og skipuleggja sig.

Nemendum í fyrsta bekk náttúrufræðibrautar stendur til boða að sækja stoðtíma í stærðfræði. Auk þess er fjórði bekkur náttúrufræðibrautar með stoðtíma í stærðfræði fyrir aðra nemendur einu sinni í viku. Tímasetningar stoðtíma eru auglýstar á auglýsingatöflu skólans.