Menu

Almenn inntökuskilyrði í skólann eru að nem­andi hafi lokið grunnskólanámi og sé reiðubúinn til að takast á við krefjandi framhaldsskólanám. Skólinn hefur ekki haft aðstöðu til að taka við nemendum sem búa við alvarlega námsörðug­leika, erfiða sjúkdóma eða þungbær félagsleg vandamál. Auk þessa setur skólinn sérstök inntökuskilyrði á hverja braut, sem skólameistari getur þó vikið frá við sérstakar aðstæður.

Lágmarksskilyrði til innritunar á náttúrufræðibraut eru þessi:

Íslenska  6 
Enska 5
Danska -
Samfélagsgreinar   
-
Stærðfræði 6
Náttúrufræði 6

Við mat á umsóknum er einnig horft til búsetu, annarra einkunna, skólasóknar sem og annarra gagna og upplýsinga sem fylgja umsækjanda.

Skólameistara er heimilt að víkja lítillega frá ofangreindum inntökuskilyrðum, telji hann umsækjanda líklegan til að geta staðist kröfur skólans á viðkomandi braut, enda sé aðeins um frávik í einni greina að ræða. Þá takmarkar húsnæði skólans, bæði kennslu- og heimavistarhúsnæði, þann fjölda nýnema, sem unnt er að taka við.

Nýr nemandi sem sækir um að komast inn á 2. námsár eða ofar er metinn út frá fyrirliggjandi gögnum um lokið nám annarsstaðar. Þær einingar sem ekki er hægt að meta sem kjarna- eða kjörsviðseiningar brautarinnar, skulu þá metnar sem frjálst val nemanda.