Menu

Á félags- og hugvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir háskólanám, ekki síst á sviði félagsvísinda, hugvísinda og íslensku.

Í kjarna brautarinnar eru 47 einingar á 1. hæfniþrepi,  73 á 2. hæfniþrepi og 40 einingar á því þriðja, alls 145 einingar.

Nemendur þurfa að taka að lágmarki 40 einingar í frjálsu vali.

Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.

Hér má sjá nánari lýsingu á brautinni á namskra.is

 

Vinsamlegast smellið á myndina til að sjá stærri.

Opna brautarskipulag í PDF

felagsogHug

Markmið brautar: 

Félags- og hugvísindabraut er skipulögð sem þriggja ára bóknám sem lýkur með stúdentsprófi. Henni er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu og færni í bóklegu námi með áherslu á samfélagsgreinar og tungumál.

Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum á sviði félagsvísinda.

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi af félags- og hugvísindabraut eiga að:

  • vera vel undirbúnir undir frekara nám á háskólastigi, sérstaklega í félagsgreinum og tungumálum

  • hafa náð færni í þeim tungumálum sem þeir hafa valið að leggja stund á

  • búa yfir góðri, almennri þekkingu á sviði félagsgreina, sérstaklega á þeim kjörsviðum sem nemendur hafa valið sér

  • kunna til verka í upplýsingaöflun, heimilda- og rannsóknarvinnu

  • vera læsir á menningu og siði ýmissa menningar- og málsamfélaga

  • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku