Menu

Á náttúruvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Í kjarna brautarinnar er 41 eining á 1. hæfniþrepi,  77 á 2. hæfniþrepi og 40 einingar á því þriðja, alls 143 einingar.

Nemendur þurfa að taka að lágmarki 42 einingar í frjálsu vali.

Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.

Hér má sjá nánari lýsingu á brautinni á namskra.is

 

Vinsamlegast smellið á myndina til að sjá stærri.

Opna brautarskipulag í PDF

Natt

Markmið brautar:

Náttúruvísindabraut er skipulögð sem þriggja ára bóknám sem lýkur með stúdentsprófi.  Námi á brautinni er ætlað að veita nemendum góða almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á sérsvið náttúruvísinda. 
Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í náttúruvísindum, stærðfræði og öðrum greinum sem byggjast á góðri undirstöðu í náttúruvísindum, s.s. heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum. 

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi af náttúruvísindabraut eiga að:

  • hafa öðlast nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám, sérstaklega í raungreinum og verk- og tæknigreinum

  • hafa almenna og góða þekkingu á náttúruvísindum og stærðfræði

  • hafa tileinkað sér vönduð vinnubrögð

  • vera færir um að beita gagnrýnni hugsun

  • hafa tileinkað sér tölulæsi og meðferð talna

  • kunna að afla sér gagna og geti skilið þau og vera færir í úrvinnslu og meðhöndlun gagna

  • hafa færni í að afla sér nýrrar þekkingar og viðhalda henni

  • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku