Menu

FAG 173 - Fatagerð (valáfangi)

Megináhersla er lögð á að nemendur læri að nýta sér þær aðferðir sem notaðar eru til að sníða og sauma einfaldar flíkur af ýmsum gerðum. Læri að breyta og gera við eldri flíkur. Áhersla er lögð á skapandi og sjálfstæð vinnubrögð þar sem nemendur læra að fylgja verkinu eftir frá hugmynd að fullunnu verki. Kennslan fer fyrst og fram sem verkleg kennsla.

Markmið áfangans er að nemendur læri að:

- þræða og stilla saumavél.

- taka mál og bera þau saman við máltöflur.

- taka upp snið og bera saman við mál.

- gera einfaldar breytingar á sniðum út frá eigin hugmyndum.

- leggja snið á efni og sníða flíkur.

- sauma einfaldar flíkur.

 

FAG 273 - Fatagerð (valáfangi)

Áhersla er lögð á að auka færni og skilning nemenda á þeim þáttum sem unnið var með í FAG173. Aukin áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að vinna út frá eigin hugmyndum á skapandi og sjálfstæðan hátt.