Menu

FRA 103

Markmið áfangans er að nemendur nái tökum á undirstöðuatriðum málsins, framburði, málfræði og orðaforða, til að geta lesið og skrifað einfaldan texta, skilið og talað einfalt máli við tilteknar aðstæður. Unnið er með hlustunaræfingar, munnlegar og skriflegar æfingar. Nokkrum tíma er varið í að kynna franska þjóðhætti og menningu.

 

FRA 203

Áfram er unnið að aukinni færni nemandans í hlustun, tali, lestri og ritun. Jafnhliða nýju efni er námsefni fyrri áfanga rifjað upp. Viðfangsefnin eru m.a. tengd daglegu lífi, atvinnu, ferðalögum, fríi og liðnum atburðum. Veruleg áhersla er á aukinn orðaforða, málfræði og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í tali og ritun í tengslum við námsefnið. Nemendur fá fræðslu um franskt þjóðlíf, siði og venjur samhliða námsefninu.

 

FRA 303

Áframhaldandi þjálfun í hlustun, tali, lestri og ritun. Lesnar eru léttlestrarbækur. Nemendur eru þjálfaðir í lestri og ritun lengri, samfelldra texta og í að segja frá liðinni og ókominni tíð í ræðu og riti. Sem fyrr eru nemendur fræddir um frönskumælandi þjóðir og menningu.

 

FRA 403

Markmið áfangans er að nemendur öðlist enn betri skilning á töluðu og rituðu máli og að þeir geti tjáð sig á frönsku skriflega og munnlega um viðameira efni en áður. Að mestu leyti er lokið við að fara yfir undirstöðuatriði franskrar málfræði. Lesið er efni af ýmsum toga, svo sem stuttir bókmenntatextar, blaða- og tímaritsgreinar, auglýsingar og landkynningarefni.