Menu

MAT 173 (valgrein)

Lögð verður áhersla á að nemendur fræðist um matargerð, læri að matreiða á fjölbreyttan hátt og vinna með margvísleg hráefni. Þá verður farið yfir ýmis atriði tengd næringu, lestur matvælaumbúða auk þess sem farið verður í næringarinnihald þeirra hráefna sem unnið er með hverju sinni. Námskeiðið á að þjálfa nemendur í að matreiða allt frá venjulegum heimilismat í veislumat og gefa þeim sjálfstraust til þess að elda þegar flutt er að heiman.