Menu

ÚTV172
Nemendur fræðist um útivist, hvernig undirbúningi fyrir útivistarferðir er háttað, s.s. gönguferðir, fjallgöngur og bátaróður. Auk þess hvernig hægt er að nota útivist sér til heilsubótar. Nemendur koma til með að fara í tvær ferðir á vetrinum.

 

ÚTV272
Nemendur fræðist um útivist að vetri til, hvernig undirbúningi fyrir útivistarferðir, s.s. skíðaferðir er háttað. Farið verður í helstu tegundir ratleikja og möguleika því tengt. Auk þess hvernig hægt er að nota útivist sér til heilsubótar. Nemendur koma til með að fara í tvær ferðir á vetrinum.

 

ÚTV372
Nemendur fræðist um útivist og þá sér í lagi um áttavita, kortalestur og GPS og hvernig þeir geta ferðast um hálendi Íslands. Nemendur læri auk þess almennt um umgengni útivistarbúnaðar við undirbúning vettvangsferða. Nemendur koma til með að fara í þrjár ferðir á vetrinum.

 

ÚTV472
Nemendur fræðist um útivist að vetri til, hvernig undirbúningi fyrir vertrarferðir, s.s. ísklifur ofl. er háttað. Farið verður í öryggisatriði og fyrstu hjálp í óbyggðum. Auk þess hvernig hægt er að nota útivist sér til heilsubótar. Nemendur koma til með að fara í tvær ferðir á vetrinum.