Menu
Ágreiningur um námsmat
Leitast skal við að leysa innan skólans ágreining, sem upp kanna að koma varðandi námsmat.  Nemandi getur komið athugasemdum við námsmat á framfæri við kennara í prófsýningu.  Náist ekki samkomulag milli nemanda og kennara er málinu vísað til skólameistara.  Skólameistari getur kveðið til  prófdómara til þess að fara yfir prófúrlausnir, náist ekki niðurstaða með öðru móti. Úrskurður prófdómara skal gilda.
 
Varðveisla prófúrlausna
Allar prófúrlausnir skulu varðveittar í eitt ár. Skrifstofa skólans ber ábyrgð á varðveislunni og ber kennara að koma úrlausnum nemenda til geymslu að lokinni prófsýningu. Að liðnu ári frá þeim tíma ber skólameistari ábyrgð á að eyða öllum skriflegum prófúrlausnum. Próftaki getur fengið að sjá prófúrlausn sína ef hann leggur fram beiðni um það innan árs frá því að niðurstöður prófs voru birtar. Einnig getur hann fengið ljósrit af prófúrlausn sinni á skrifstofu skólans, ef hann óskar þess.
Þeir sem þess óska geta fengið afhent eintök af prófverkefnum skóla – eftir að próf í viðkomandi grein hefur verið þreytt, sbr. upplýsingalög nr. 50/1996.