Menu

Menntaskólinn að Laugarvatni (ML) kt. 460269-2299 og Mennta- og menningarmálaráðuneytið (ráðuneytið), kt. 460269-2969, gera með sér eftirfarandi skólasamning (2013-2015):

1.     Tilgangur

Samningurinn er samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, með síðari breytingum.

Samningurinn er um það hvernig Menntaskólinn að Laugarvatni (ML) uppfyllir lögbundið hlutverk, helstu áherslur og markmið í starfsemi hans, námskrá, námsframboð, kennslufyrirkomulag, mat og eftirlit með gæðum og önnur mikilvæg atriði í starfseminni.

Samningurinn er jafnframt liður í áætlanagerð og eftirfylgni samkvæmt reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana.

Tilgangurinn er að stuðla að metnaðarfullri og markvissri framþróun skólans í þágu nemenda, með vandaðri stjórnun og virkum samskiptum samningsaðila.

Samningurinn hefur ekki áhrif á lagalegar skyldur, ábyrgð og heimildir aðila, svo sem yfirstjórnunarheimildir ráðherra.

2.     Hlutverk og megináherslur

ML er framhaldsskóli sem starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, með síðari breytingum og reglugerðum sem settar eru með stoð í þeim. Hlutverk framhaldsskóla er tilgreint í 2. gr. laga nr. 92/2008 og skal starfsemi ML þjóna því.

Grundvallarviðmið, sýn og einkunnarorð.

I. Einkunnarorð skólans eru: Manngildi, þekking, atorka. Það er eitt meginmarkmiða með starfi skólans, að þau séu ávallt þau grundvallarviðmið sem allt starf skólans byggir á með einhverjum hætti. Einkunnarorðin eru þýðing Baldvins Einarssonar á orðinu HUMANISMUS.

Nánar um einkunnarorðin:

Manngildi: mannkostir, innra gildi mannsins, skapgerð, lyndiseinkunn.(orðabók MM, 1993)

Það er erfitt að mæla með hlutlægum mælikvörðum.  Segja má þó að þar sem námsmat skuli þróast í m.a. mat á færni og hæfni muni það um leið meta að einhverju leyti manngildi.

Þekking:  kunnátta, það að vita, kunna skil á, greind, skilningur.

Þekking er metin í námsmati.

Atorka: dugnaður, táp, framtak (og atorkusamur sem eljusamur, ötull,  fylginn sér, duglegur).

Atorka er m.a. metin í námsmati s.s. í huglægu miðannarmati en einnig má meta hana með könnunum.

II. Aðalmarkmið skólans eru:

- Að búa nemendur undir framhaldsnám með því að:         

Ástunda fjölbreytt og skapandi skólastarf, leggja áherslu á krefjandi nám á öllum sviðum, leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og notkun upplýsingatækni, leggja áherslu á að nemendur æfist í lestri fræðilegs texta, vinna að því að efla sjálfsaga nemenda, leggja áherslu á að einstaklingar vinni fjölþætt verkefni í einstaklings- og hópavinnu og þjálfist í að kynna þau og að efla eftir megni færni nemenda í notkun íslensks máls.

- Að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi með því að:

Skapa þroskandi og uppbyggilegan ramma um skólastarf og félagslíf, leggja áherslu á eflingu sjálfstrausts, siðferðisvitundar og umburðarlyndis, ýta undir heilbrigðan lífsstíl og vinna að markvissum forvörnum á öllum sviðum, ýta undir áhuga nemenda á umhverfinu og verðmætum þess, efla og viðhalda þekkingu á og virðingu fyrir menningarverðmætum og vinna að því að auka ábyrgð nemenda í samfélaginu, á sjálfum sér og í samskiptum við aðra.

3.     Viðfangsefni

ML stuðlar að markvissri framþróun með útgáfu skólanámskrár, setningu námsbrautalýsinga og ástundun virks innra mats, samkvæmt lögum um framhaldsskóla. Jafnframt birtir hann á aðgengilegan hátt á vef sínum sem mest af mikilvægum upplýsingum um áherslur skólans, einkenni, starf innan hans og árangur af starfi.

 

a.      Skólanámskrá og námsframboð

Skólanámskrá er birt á vef skólans undir þessari slóð:

Skólanámskrá

Í skólanámskrá er fjallað um stefnur og áætlanir, markmið, sjálfsmat, umgjörð og skipulag, þjónustuþætti, skólabrag og félagsstarf, starfsáætlun og námsbrautir.

Við skólann eru starfræktar tvær námsbrautir: félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut, en skólinn starfar samkvæmt bekkjakerfi. Nemendur ljúka stúdentsprófi eftir fjögurra ára bóklegt nám.

b.      Skólabragur

Skólinn er nánast hreinn heimavistarskóli og skólabragur ber keim af því. Að skóladegi loknum flyst umsýsla með nemendum að stórum hluta til vistagæslufólks, sem fylgir þeim eftir inn í kvöldið og nóttina, ef því er að skipta. Nemendur eru að jafnaði í fullu fæði, þvottur þeirra er þveginn og brotinn saman, þeir undirgangast umgengnisreglur sem setja félagslegu umhverfi þeirra skorður.

Til að lífið á heimavistarskóla gangi sem snurðulausast er miklvægt að ramminn um líf og starf þeirra sem þar er um að ræða sé er skýr og reynt sé að tryggja að allir þekki inn á heimilisbraginn og hafi ávallt á hreinu hverjar eru skyldurnar og hver eru réttindin. Hér er slóð að þeim reglum sem nemendum ber að fylgja og sem mynda rammann utan um daglegt starf:

Reglur heimavistar og skóla

Skólasóknarreglur

Reglur um notkun tölvukerfis

Þvottahúsreglur

Skólinn tekur þátt í Grænfánaverkefninu og verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli

 

Þá starfar skólinn eftir ýmsum áætlunum sem gerð er grein fyrir í skólanámskrá:

1.2 Stefnur og áætlanir

1.2.1 Starfsmannastefna

1.2.2 Umhverfisstefna

1.2.3 Forvarnarstefna

1.2.4 Jafnréttisáætlun

1.2.5 Heilsueflandi framhaldsskóli

1.2.6 Eineltisáætlun

1.2.7 Áfallaáætlun

1.2.8 Viðbrögð við vá

1.2.9 Aðbúnaður og öryggi

Um nokkurra ára skeið hafa stjórnendur og húsbóndi á heimavist fundað reglulega með stjórn nemendafélagsins Mímis, beinlínis til að stuðla að þátttöku stjórnarinnar í umfjöllun um og ákvörðunum um málefni sem lúta að félagslífi nemenda. Nokkuð er fjallað um skólabrag hér:

Skólabragur

Foreldraráð starfar við skólann og  hér má finna gögn sem tengjast stofnun og starfsemi foreldrafélagsins:

Foreldraráð

Það er yfirlýst markmið stjórnar skólans og foreldraráðs að samskiptin þeirra í milli beinist fyrst og fremst að þeim þáttum sem geta stuðlað að jákvæðu og uppbyggilegu skólastarfi og félagslífi.

Skólanefnd kemur saman þrisvar til fjórum sinnum á ári og er hún mikilvægur umræðuvettvangur um flest mál sem snúa að stofnuninni.

Fundargerðir skólanefndar

 

c.       Innritun og brotthvarf

Nemendur eru innritaðir í skólann í kjölfar þess frests sem gefinn er að vori og á grundvelli lágmarkskrafna, sem eru:

Félagsfræðibraut

 

Íslenska

 6  

Enska

 5

Samfélagsgreinar    

 6 

Stærðfræði

 5 

  

Náttúrufræðibraut

Íslenska

  6  

Enska

5

Stærðfræði

6

Náttúrufræði 

6

Ítarlegar upplýsingar um innritunarreglur er að finna í skólanámskrá, á vef skólans, en þar er greint frá því, hvernig nemendur eru innritaðir.

http://ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=80&Itemid=221

http://ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=83&Itemid=218

Á milli skólaáranna 2011-12 og 2012-13 varð brottfall afar lítið, en einungis 5 nemendur hættu í skólanum milli vors og hausts.  Tveir þeirra reyndust ekki ráða við námið, en þrír fóru í skóla með námsframboð sem hentaði þeim betur.  Tveir nemendur settust aftur í 1. bekk.

2011-12

2012-2013

 

haust

vor

 

haust

breyting milli skólaára

     

1F

26

26

     

1N

27

27

1F

27

27

2F

27

0

1N

26

26

2N

25

-1

2F

23

24

3F

21

-3

2N

20

19

3N

18

-1

3F

14

14

4F

14

0

3N

22

22

4N

22

0

4MF

19

17

 

180

 

4N

16

15

     
 

167

164

     

d.      Kennslufyrirkomulag

Skólinn starfar eftir bekkjakerfi. Eftir 4 ára bóklegt nám ljúka nemendur stúdentsprófi af náttúrufræðibraut eða félagsfræðibraut.

Skólaárinu er skipt í tvær annir, haustönn og vorönn og hvorri um sig lýkur með annarprófum, en hver bekkur tekur því sem næst lokapróf í 5-6 áföngum á hvorri önn.

Kennsluvikan er 5 dagar, mánudagur til föstudags. Skóladagurinn hefst kl. 08:15 að morgni, eftir morgunverð, sem stendur frá 7:30. Hver kennslustund er 40 mínútur og milli allra kennslustunda nema verklegum valgreinum síðdegis, eru 10 mínútna frímínútur. Hádegishlé er frá 12:15 – 13:00  nema á föstudögum, en þá er það frá 11:25 – 12:10. Fyrir þeirri ráðstöfun eru skipulagslegar ástæður. Að jafnaði er hver áfangi skipulagður sem 3*2 kennslustundir á viku.

Nám og kennsla einkennist í auknum mæli af notkun tölvutækni og á símati við námsmat. Tölvugerða náms- og kennsluumhverfið Moodle er notað í skólanum og hefur verið um hríð en það tók við af Námskjá sem áður var notaður.

 

e.       Nemendur með sérþarfir

Hér er fjallað um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku.

Móttaka nemenda 

Í öðrum tilvikum þar sem um er að ræða að nemendur hafi sérþarfir af einhverju tagi (lestrarerfiðleikar, erfiðleikar með tilteknar námsgreinar, heyrnar- eða sjónskerðing, hreyfihömlun af einhverju tagi, langvarandi sjúkdómar) er brugðist við í samræmi við þau réttindi sem nemendum eru tryggð með lögum og reglugerðum.

 

f.       Mat og eftirlit með gæðum

Við skólann sinnir sjálfsmatsnefnd innra mati, en hana skipa auk formanns, fulltrúi kennara, fulltrúi annars starfsfólks, fulltrúi foreldra, tveir fulltrúar nemenda og síðan verkefnastjóri sem jafnframt tekur þátt í undirbúningi og úrvinnslu kannana og úttekta.

Sjálfsmatsáætlun ásamt upplýsingum um skipan nefndarinnar og skýrslur sem unnar hafa verið á undanförnum árum, er að finna hér:

Sjálfsmatsnefnd

Vorið 2002 var skólinn einn þeirra skóla sem tekinn var út m.t.t. sjálfsmatsaðferða. Skýrslan um þessa úttekt er hér:

Úttekt 2002

Úttekt 2004

4.     Sérstök rekstrarverkefni

Menntaskólinn að Laugarvatni rekur heimavist fyrir nemendur sína. Einnig er rekið mötuneyti sem sjálfseignarstofnun en undir ábyrgð og yfirstjórnunar skólameistara í umboði skólanefndar.

5.     Markmið og tímabundin verkefni

Samningi þessum fylgir viðauki þar sem markmið skólans til næstu ára og einstök markmið fyrir næsta (skóla) ár eru sett fram.  Þar er einnig gerð grein fyrir tímabundnum verkefnum sem er unnið að í þágu einstakra markmiða. Viðaukann er endurskoðaður og uppfærður árlega, með tilliti til framvindu markmiða og tímabundinna verkefna og aðstæðna skólans.

a.      Markmið

Markmið ML eru leidd af áherslum í starfsemi skólans þegar hann rækir hlutverk sitt.

b.      Tímabundin verkefni

Tímabundin verkefni ML styðja við hlutverk skólans og markmið hans.

6.     Samskipti

Í samræmi við 44. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, með síðari breytingum, fara samningsaðilar árlega yfir framkvæmd þessa samnings með áherslu á viðauka sem vísað er til í 5. grein. Ráðuneytið boðar reglulega fundi um samninginn þar sem einnig er farið almennt yfir starfsemi og rekstur ML. Báðir aðilar geta óskað eftir fundum um einstök mál.

Reglubundin upplýsingamiðlun og umfjöllunarefni vegna samskipta:

a.      Menntaskólinn að Laugarvatni

·         Birtir skólasamning þennan og viðauka við hann á aðgengilegum stað á vef sínum.

·         Birtir upplýsingar um innra mat á starfi skólans skv. 3. gr. reglugerðar um innra mat og eftirlit í framhaldsskólum nr. 700/2010 og skilar ráðuneytinu upplýsingum um innra mat á næstliðnu (skóla)ári.

·         Birtir á vef sínum skýrslur um ytra mat á skólanum, m.a. það sem fram fer skv. 4. gr. reglugerðar nr. 700/2010.

·         Skilar ráðuneytinu ársskýrslu fyrir liðið ár skv. 7. gr. reglugerðar 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og birtir hana á vef sínum.

·         Skilar ráðuneytinu greinagerð um tímabundin verkefni, samkvæmt nánari ákvörðun ráðuneytis.

·         Þróar námsbrautarlýsingar og skráir í miðlægan námskrárgrunn og sækir um staðfestingu ráðuneytis á þeim skv. 23. gr. laga um framhaldsskóla.

·         Skilar áætlunum og upplýsingum um fjármál í samræmi við reglugerð um framkvæmd fjárlaga nr. 1061/2004 og eftir því sem nánar er ákveðið.

·         Skilar ráðuneytinu upplýsingum vegna fjárlagagerðar að ósk þess.

·         Gætir þess að fjárhagsbókhald skólans sýni rétta fjárhagsstöðu á hverjum tíma.

·         Gætir þess að rekstrarútgjöld séu í samræmi við samþykkta áætlun í lok hvers tímabils innan ársins og skýri ráðuneytinu tafarlaust frá ástæðum frávika og um viðbrögð við þeim sbr.  12. og 15. gr. reglugerðar nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga.

b.      Mennta- og menningarmálaráðuneytið

·         Yfirfer skýrslur um innra og ytra mat á starfi skólans, ársskýrslur og aðrar upplýsingar sem því berast um skólastarfið.

·         Birtir á vef sínum skólasamning þennan og viðauka við hann.

·         Birtir á vef sínum skýrslur um ytra mat á skólanum, m.a. það sem fer fram skv. 4. gr. reglugerðar nr. 700/2010.

·         Getur birt ársskýrslur skólans á vef sínum sem og aðrar upplýsingar sem erindi eiga við almenning.

·         Ákveður framhald tímabundinna verkefna og öðlast rétt til notkunar niðurstaðna.

·         Staðfestir námsbrautir sem uppfylla skilyrði.

·         Byggir tillögur til fjármálaráðuneytis, um framlag til skólans í fjárlögum, á reiknireglum skv. 43. gr. laga um framhaldsskóla (sem m.a. taka mið af spá um ársnemendafjölda), og umfangi markmiða og sérstakra verkefna. Endurmetur framlag með tilliti til rauntalna.

·         Annast formleg samskipti við Alþingi vegna fjárlagagerðar.

 

 

 

7.     Gildistími og endurskoðun

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2015.

Hvor samningsaðili fyrir sig getur hvenær sem er óskað eftir endurskoðun á samningnum í heild eða einstökum köflum hans.

Samningurinn er gerður í tveimur samhljóða eintökum og heldur hvor samningsaðili sínu eintaki.

Viðauki við skólasamning

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst