Menu

Skólinn hefur ekki verið í formlegum, reglubundnum samskiptum við aðra framhaldsskóla á Íslandi, um fram það samstarf sem á sér stað á vettvangi FÍF. Nemendur skólans hafa þá á undaförnum árum skiptst á heimsóknum við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal, með stuðningi skólans.

 

Með stuðningi menntaáætlunar Evrópusambandsins hefur skólinn tekið og tekur þátt í samstarfsverkefnum við tvo skóla í Evrópu. Markmið með slíkum samskiptun er fyrst og fremst að efla skilning á menningu, kjörum og aðstæðum í öðrum löndum Evrópu, auk þess að vinna í sameiningu að skilgreindum verkefnum.

 

Fram til þessa hafa þessi samskipti falist í gagnkvæmum heimsóknum nemenda skólans og tveggja evrópskra menntaskóla:

  • þýska menntaskólans Herzog Christian-August Gymnasium í Sulzbach-Rosenberg í Bayern. Í þrígang hafa átt sér stað  gagnkvæmar heimsóknum með nemendahópa, í fyrst sinn 1996.
  • spænska menntaskólans Diego Angulo í Valverde del Camino í Huelva héraði, en nemendaskipti hafa átt sér stað við þann skóla einu sinni, árið 2008.

 

Spanarferd_2008

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst