Menu

2007-2008 tók Menntaskólinn að Laugarvatni þátt í nemendaskiptum við skóla á á Spáni. Skólinn heitir Diego Angulo og er í bænum Valverde del Camino sem er í Huelva héraði. Sevilla er næsta stóra borg við Valverde del Camino.      

Heiti verkefnisins var „From Geysers to Marismas“ og var megináhersla lögð á raungreinar, einkum líffræði og jarðfræði. Verkefnið var styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins, Comenius. Markmið verkefnisins voru að:

  • hvetja nemendur til að læra erlend tungumál og veita þeim innsýn inn í tungumál samskiptalandsins.
  • hlúa að persónulegum samskiptum milli nemenda frá tveimur ólíkum löndum í Evrópu.
  • nemendur kynnist bæði jarðfræðilegum og líffræðilegum þáttum beggja landa, með sérstakri áherslu á séreinkenni eins og eldvirkni, jökla og Atlandshafshrygginn á Íslandi og námur og fuglalíf á Spáni.
  • nemendur fá innsýn í sögu samskiptalandsins.
  • nemendur kynnist menningu samskiptalandsins.
  • gera nemendur meðvitaðri um möguleikann um að ganga í háskóla erlendis (með heimsókn í háskóla í báðum löndunum).

Afurðir verkefnisins voru af ýmsum toga m.a. glærusýningar með kynningum á tungumálunum, ýmis verkefni og veggspjöld með upplýsingum um jarðfræði, sögu, tungumál og líffræðileg atriði tengdum báðum löndum. Einnig myndir sem settar eru á heimasíður skólanna. Heimasíða Diego Angulo skólans er þessi: http://www.juntadeandalucia.es/averroes/ies_diego_angulo/

Í apríl 2007 komu tveir kennarar og átta nemendur frá Diego Angulo í heimsókn til okkar í ML og dvöldu í fimm daga. Sú heimsókn var einungis til að undirbúa frekara samstarf.

Í febrúar 2008 fór annar bekkur náttúrufræðibrautar í ML, samtals 18 nemendur, og kennararnir Áslaug Harðardóttir og Heiðdís Björk Gunnarsdóttir út til Spánar og dvöldu þar í 10 daga. Margt og mikið dróg á daga Íslendinganna.

Í október 2008 heimsóttu okkur 22 nemendur frá Diego Angulo og þrír kennarar þeirra og dvöldu í viku í ML. Á meðal dvöl þeirra stóð ferðaðist hópurinn um helstu ferðamannastaði í uppsveitunum, heimsótti tvær virkjanir sem og garðyrkjubýli á Flúðum og kúabú á Skeiðum. Einnig bökuðu þau brauð í hvernum á Laugarvatni, sigldu á Laugarvatni, lærðu smávegis í íslensku, tóku þátt í kvöldvöku og svona mætti lengi telja.

Það er lærdómsríkt bæði fyrir kennara og nemendur að taka þátt verkefni sem þessu. Það víkkar sjóndeildarhringinn og veitir reynslu sem er gott veganesti fyrir framtíðina.     

 

Áslaug Harðardóttir

umsjónarmaður verkefnisins í ML

 

Hópurinn slakar á eftir hellaskoðun          Hressir strákar í siglingu í Sevilla     

Hópurinn slakar á eftir hellaskoðun.                                                                                                 Hressir stákar á siglingu í Sevilla.

 

Fylgst með gerð paellunnar.          Sænskri og íslenskir nemendur bíða eftir paellunni.  

Fylgst með gerð paellunnar.                                                                                                                Íslenskir og spænskir nemendur bíða eftir paellunni.        

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst