Menu

Skólinn hefur tvívegis  áður tekið þátt í nemendaskipum við  Herzog Christian-August Gymnasium í Sulzbach-Rosenberg.  Skólinn er í Bayern skammt austan Nürnberg.

 

Í fyrsta skiptið sem samskiptin áttu sér stað fór 16 manna hópur nemenda með einum kennara utan í okt./nóv.1996 og dvaldi þar í hálfan mánuð. Þjóðverjarnir endurguldu síðan heimsóknina í apríl vorið eftir.

 

Sameiginlegt umfjöllunarefni nemendanna í þessum heimsóknum var: Umhverfi - land - menning.

 

Önnur samskiptalotan var síðan haustið 1999. Þá komu þýsku nemendurnir hingað í byrjun september en nemendurnir héðan fóru utan  í október. Umfjöllunarefnið í þessari lotu var: Gróðurfar, loftslag og nýting landgæða.

Skólaárið 2004-5 er síðan þriðja samskiptalotan.

 

Þann 5. september 2004 komu 20 nemendur frá HCA Gymnasium á Laugarvatn ásamt kennara sínum. Hópurinn dvaldi í ML meðan á heimsókninni stóð, en markmið heimsóknarinnar var að vinna að verkefnum sem tengjast ferðamennsku (Tourism and Environment: Nature in the Mind of the People). 20 nemendur úr ML taka þátt í verkefninu fyrir skólans hönd.

Meðan á dvölinni stóð vann þessi hópur nemenda að verkefnum sem tengjast yfirskrift verkefnisins og ferðaðist einnig  töluvert um ferðamannaslóðir, aðallega í uppsveitunum og á hálendinu.

Hilmar J. Bragason, efnafræðikennari var umsjónarmaður verkefnisins fyrir hönd ML.

Þessi samskipti skólanna tveggja voru styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins, Sokrates/Comenius.

Í seinni hluta október heimsóttu íslensku þátttakendurnir síðan þýska skólann í samskonar erindagerðum.

 

Vefsíðu verkefnisins má finna hérna.

Viltu senda inn athugasemd?

Er eitthvað sem þér finnst vanta á þessa síðu?

Sendu póst