Menu

Nemandi sem óskar eftir því að stunda nám hluta námsárs eða að öllu leyti utan skóla (U-nemandi) skal sækja um slíkt skriflega til skólameistara við upphaf annar. 

Nemandi, sem er utan skóla, sækir ekki kennslu­stundir og er ekki skráður á hópalistum, nema um sé að ræða verklegar æfingar sem honum er skylt að ljúka.  Nemandi sem er skráður utanskóla, telst utanskóla í öllum greinum bekkjar síns.

Utanskólanemendur bera ábyrgð á því að afla sér nauðsynlegra upplýsinga og námsgagna.  

Utanskólanemendur bera ábyrgð á því að fylgja kennsluáætlun í viðkomandi áfanga og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um námsmat.  Um öll frávik skulu nemandi og viðkomandi fagstjóri/ kennari semja sérstaklega við upphaf annar.  

Hafi utanskólanemandi ekki haft samband við viðkomandi fagstjóra/kennara í þriðju viku annar telst hann hafa sagt sig frá námi. 

Skili utanskólanemi ekki verkefnum, eða öðru því sem telst vera hluti af námsmati, á réttum eða umsömdum tíma, telst hann hafa sagt sig frá námi.