Framboðsfrestur til 3. febrúar 

Þau sem hyggjast bjóða sig fram til stjórnar í hinu metnaðarfulla nemendafélagi Mími hafa frest til 3. febrúar til að skila inn sínu framboði. Á heimasíðu Mímis má sjá þau embætti sem eru í stjórninni. Við hvetjum efnilega nemendur til að gefa kost á sér í þessi mikilvægu hlutverk.  

Meðal þess sem kosningabaráttan mun fela í sér er að settir verða upp svokallaðir “áróðursbásar” 10. febrúar og 11. febrúar verður ræðukvöld. Það verður svo þann 13. febrúar sem ML-ingar ganga að kjörborðinu.