img_10102Í gær birtist hér á Laugarvatni hópur ungs fólks ásamt foreldrum sínum, til að hefja nám við skólann. Hver einasti nýnemi skilaði sér og því er skólinn jafn fullsetinn og frá hefur verið sagt áður. Móttakan var afar hefðbundin: lyklar afhentir, kaffi og kökur, fundur með foreldrum, kynnisferð nýnema, viðtöl. Allt eins og vera bar.

 

Í morgun sótti síðan útsofið unga fólkið, fræðslu og upplýsingafundi fyrir hádegi og nú síðdegis er hópefli iðkað af krafti niðri við vatn, svo sem vera ber.

pms

myndir