Menntaskóli í sveit

Menntaskólinn að Laugarvatni

ML

Manngildi | Þekking | Atorka

Ný heimasíða ML

Í dag var opnuð ný heimasíða Menntaskólans að Laugarvatni. Almenn ánægja er með nýju síðuna meðal nemenda og starfsfólks. Heimasíðan hefur verið lengi í vinnslu og þó svo að hún sé nú orðin sýnileg þá verður haldið áfram að vinna í henni næstu vikurnar....

Nemandi í fyrsta bekk meðal tuttugu efstu í stærðfræðikeppni.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram miðvikudaginn 13. október síðastliðinn. Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti 1 keppti á neðra stigi keppninnar og varð í 17.-18. sæti af miklum fjölda framhaldsskólanema. Árangurinn veitir Þjóðbjörgu rétt til...

Ferð eldri bekkinga á Gljúfrastein

Miðvikudaginn síðasta, þann 27. október, fóru tveir bekkir, 3MF og 4N, í heimsókn á Gljúfrastein safn Halldórs Laxness. Heimsóknin er hluti af áfanganum Ísl 503 þar sem nemendur fræðast um íslenska bókmenntasögu 20. aldarinnar. Gljúfrasteinn var heimili og...

Safnkennsla – 1. bekkur

Það var mikið um að vera á bókasafni ML eftir hádegi s.l. þriðjudag, þegar fyrsti bekkur mætti þangað í safnkynningu, ásamt kennara sínum Aðalbjörgu Bragadóttur. Bókasafnsfræðingur skólans bauð fyrst í Stofu íslenskra fræða og fór þar yfir ýmislegt, hjálplegt og...

Foreldraráð á fyrsta fundi.

Þann 21. október, s.l. kom nývalið foreldraráð saman til fyrsta fundar.  Til ráðsins er stofnað í samræmi við lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008. Þar segir þetta um foreldraráð: 50. gr. Foreldraráð. Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð....

Rís þú unga Íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
Tengdu’ í oss að einu verki
anda, kraft og hjartarlag.
Rís þú, Íslands stóri, sterki
stofn, með nýjan frægðardag.

Einar Benediktsson

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?

Menntaskólinn að Laugarvatni