IMG_5441

Það er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur þáttur í útivist, að fara í göngur í óbyggðum.  Á þessu hausti hafa útivistarhópar verið á ferð og flugi um fjöll og firnindi með það að markmiði að kynnast náttúrunni og að læra að bjarga sér þar við ólíkar veðurfarslegar aðstæður.

 

 

 

 

 

IMG_5400

 

 

Einn nemendanna í framhaldsáfanga í útivist, Þorgeir Sigurðsson, er myndasmiður ágætur og tók skemmtilegar myndir í tveim ferðum nú í haust: tjaldferð annarsvegar og svokallaðri GPS ferð, hinsvegar. Þessar myndir má nú finna á vefnum.