Í ár safnar Lionshreyfingin á Íslandi fé til styrktar Píeta-samtakanna undir merkinu „Rauða fjöðrin“. Menntaskólinn að Laugarvatni styrkti Lions klúbbinn á Laugarvatni um þrjár fjaðrir í tilefni verkefnisins sem mun fara af stað í september. Píeta samtökin munu bjóða upp á forvarnar- og fræðsluverkefni í öllum framhaldskólum á landinu.