Námsframboð

Námsframboð í ML

Um þriggja ára bóknám er að ræða. Námsárinu er skipt í tvær annir; vorönn og haustönn. Í ML er bekkjakerfi, sem þýðir að nemendur þurfa að ná ákveðnum lágmarksárangri til að færast upp um bekk. Áfangar eru á þremur hæfniþrepum og gæta þarf að því að ljúka nægilega mörgum einingum á hverju þrepi. Námið veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám.  

Báðar námsbrautirnar eru 200 einingar, þar af 143-145 í kjarna, 15 einingar í bundnu vali (franska eða þýska) og 40-42 einingar í frjálsu vali. Að baki hverri einingu eru 18-24 klukkustundir af vinnu nemandans.  

Námsferill er að mestu ákveðinn fyrir fram í 1.- og 2. bekk en úrval valgreina er í boði fyrir 3. bekk. Valáfangarnir kór og útivist eru í boði fyrir alla nemendur á 1. – 3. ári. Auk þess námsframboðs sem er í ML þá geta nemendur hæglega tekið áfanga í fjarnámi frá öðrum framhaldsskólum. Í lok þriðja árs vinna nemendur lokaverkefni sem geta verið hefðbundin heimildaritgerð, rannsóknarverkefni eða einhverskonar skapandi verkefni með greinargerð.

Kennsluaðferðir og námsmat er með fjölbreyttu sniði. Ásamt hefðbundnum prófum er lögð áhersla á leiðsagnarmat, verkefnamiðað nám og símat.

Kennarar brjóta iðulega upp námið með því að fara út fyrir kennslustofuna, til dæmis í námsferðir til Reykjavíkur, á Selfoss, í nágrenni Laugarvatns eða jafnvel út fyrir landsteinana. Reglulega býðst nemendum að taka þátt í námskeppnum og viðburðum, svo sem Boxinu, eðlisfræðikeppni, stuttmyndakeppni, Skuggakosningum og Gettu betur. Á vorin er skólastarf brotið upp með þemaviku, sem kallast Dagamunur, þar sem ýmis námskeið og fyrirlestrar eru á dagskrá. 

Félags- og hugvísindabraut

Á félags- og hugvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir háskólanám, til að mynda á sviði félagsvísinda, hugvísinda, íslensku, kennslufræði, sálfræði, listgreina og fjölmiðlunar.

Í kjarna brautarinnar eru 47 einingar á 1. hæfniþrepi,  73 á 2. hæfniþrepi og 40 einingar á því þriðja, alls 145 einingar.

Nemendur þurfa að taka að lágmarki 40 einingar í frjálsu vali.

Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. 

Markmið brautar

Félags- og hugvísindabraut er skipulögð sem þriggja ára bóknám sem lýkur með stúdentsprófi. Henni er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu og færni í bóklegu námi með áherslu á samfélagsgreinar, hugvísindi og tungumál.

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi af félags- og hugvísindabraut eiga að:

 • vera vel undirbúnir undir frekara nám á háskólastigi, sérstaklega í félagsgreinum og tungumálum
 • hafa náð færni í þeim tungumálum sem þeir hafa valið að leggja stund á
 • búa yfir góðri, almennri þekkingu á sviði félagsgreina, sérstaklega á þeim kjörsviðum sem nemendur hafa valið sér
 • kunna til verka í upplýsingaöflun, heimilda- og rannsóknarvinnu
 • vera læsir á menningu og siði ýmissa menningar- og málsamfélaga
 • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku

Brautarskipulag félags- og hugvísindabrautar

Náttúruvísindabraut

Á náttúruvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Í kjarna brautarinnar er 41 eining á 1. hæfniþrepi,  77 á 2. hæfniþrepi og 40 einingar á því þriðja, alls 143 einingar.

Nemendur þurfa að taka að lágmarki 42 einingar í frjálsu vali.

Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.

Markmið brautar

Náttúruvísindabraut er skipulögð sem þriggja ára bóknám sem lýkur með stúdentsprófi.  Námi á brautinni er ætlað að veita nemendum góða almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á sérsvið náttúruvísinda.
Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í náttúruvísindum, stærðfræði og öðrum greinum sem byggjast á góðri undirstöðu í náttúruvísindum, s.s. heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum.

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi af náttúruvísindabraut eiga að:

 • hafa öðlast nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám, sérstaklega í raungreinum og verk- og tæknigreinum
 • hafa almenna og góða þekkingu á náttúruvísindum og stærðfræði
 • hafa tileinkað sér vönduð vinnubrögð
 • vera færir um að beita gagnrýnni hugsun
 • hafa tileinkað sér tölulæsi og meðferð talna
 • kunna að afla sér gagna og geti skilið þau og vera færir í úrvinnslu og meðhöndlun gagna
 • hafa færni í að afla sér nýrrar þekkingar og viðhalda henni
 • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku

Brautarskipulag náttúruvísindabrautar

Námslínur

Ef nemendur vilja geta þeir stýrt hluta af valeiningum sínum inn á þrjár námslínur.

Valáfangar í boði í ML

Kór og útivist

 

1. og 2. bekkur – Útivist 1 og 2

1.-3. bekkur – Kór

Dæmi um framboð valáfanga fyrir nemendur á þriðja ári í ML.

Misjafnt er hvaða áfangar eru kenndir ár hvert.

AfbrotafræðiLögfræði, bókfærsla og hagfræðiVal aðeins fyrir náttúruvísindabraut
BerlínaráfangiMannfræðiErfðafræði
Dægurmenning og félagsleg málvísindiMyndlist 1Hagnýting heildarreiknings, runur og raðir
FatasaumurParísaráfangiLífræn efnafræði
FjölmiðlafræðiRéttarvísindiTvinntölur, fylki og vigrar í þrívídd
Forritun og tækniteikningSkyndihjálp
GeðheilbrigðiStjörnufræði
Heilbrigðis- og næringafræði, matreiðslaStraumar og stefnur í myndlist
Íþróttaval 1Stríð og friður: Saga 20. aldar
Íþróttaval 2Umhverfisstjórnun
Kvikmyndatónlist og leikgleði – enskuáfangiUpplifðu Suðurland – ferðamálaáfangi
Kvikmyndir og sagaUpptaka 101
LagasmíðarÞjóðsögur og ævintýri 
Líffæra- og lífeðlisfræðiÆvintýraleiðsögn
Ljósmyndun

Áfangar bundnir á Félags- og hugvísindabraut sem hægt er að velja á Náttúruvísindabraut.

HaustönnVorönn
Yndislestur og skapandi skrifEnskar bókmenntir, leikrit, ljóð og kvikmyndir
LandafræðiStjórnmálafræði
MenningarsagaInngangur að sálfræði
Tölfræði

Áfangar bundnir á Náttúruvísindabraut sem hægt er að velja á Félags- og hugvísindabraut.

HaustönnVorönn
Almenn jarðfræðiFrumu- og þroskunarfræði
Líffræði mannsinsVigrar og hornaföll
Mengi og margliður
Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?