Heimavistir
Heimvistir ML
Nemendur dreifast þannig á vistir að allir nýnemar eru á Kös, nemendur á öðru ári búa flestir á Nös en einnig á Kös. Nemendur á þriðja ári eru ýmist á Fjarvist eða Nös.
Skólinn hefur lagt mikinn metnað í að viðhalda húsnæðinu vel og á liðnum árum hafa átt sér stað gagngerar endurbætur á öllum vistum.
Hverjum nemanda er skaffað rúm, borð og stóll en þurfa að taka með sér sængurfatnað,herðatré og allt annað sem viðkomandi þarf til að koma sér vel fyrir. Að öðru leiti er vísað í 10. grein heimavistarreglna: Reglur heimavistar og skóla – ML.
Fylgst er með umgengni á herbergjum með vikulegri “herbergisskoðun”. Vistarverðir eru á vakt öll kvöld frá klukkan 19 og eins lengi fram eftir og þurfa þykir. Pálmi og Erla, húsbóndi og húsfreyja, búa í næsta húsið við heimavistirnar og eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Á öllum heimavistum er þráðlaus nettenging.
Aðgengi fyrir fatlaða á heimavistum: herbergi 143 á Kös er á móti baðherbergi með aðstöðu fyrir fatlaða. Herbergi 101 á Nös er með sér baðherbergi með aðstöðu fyrir fatlaða. Ekki er lyfta á milli hæða á Nös og Kös en í skólabyggingunni er lyfta og salerni fyrir fatlaða. Eins og sakir standa er ekkert herbergi á Fjarvist útbúið út frá þörfum fatlaðra.
.
Kös
- Á Kös eru tvær húsálmur á tveimur hæðum. Í hvorri álmu eru 13 eins manns herbergi og 12 tveggja manna herbergi.
- Á efri hæð milli álmanna er setustofa. Inn af henni er lítið eldhús þar sem nemendur hafa aðgang að kæli, brauðgrilli, örbylgjuofni og leirtaui.
- Sameiginleg baðherbergi eru á Kös. Á hverjum gangi eru fjórar sturtur og fjögur salerni.
Nös
- Á Nös eru tvær húsálmur á tveimur hæðum. Þar eru 16 tveggja manna herbergi, 18 eins manns herbergi og 4 eins til tveggja manna herbergi.
- Á efri hæð milli álmanna er setustofa. Á setustofunni er eldhúsaðstaða með kæli, brauðgrilli, örbylgjuofni og leirtaui.
- Öll herbergi eru með sér baðherbergi.
Fjarvist
- Fjarvist er á efstu hæð í skólabyggingunni sjálfri, þ.e. í sömu byggingu og skólastofur, skrifstofur, þvottahús, bókasafn, félagsaðstaða og mötuneyti. Þar eru 13 tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi.
- Þægileg setustofa er á Fjarvist með sófum, kæli, örbylgjuofni og brauðgrilli.
Menntaskólinn að Laugarvatni
Hafðu samband við ML
Menntaskólinn að Laugarvatni
Skólatúni 1
840 Laugarvatn
Upplýsingar
Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299
Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?