Samstarfs- og samskiptaverkefni

Menntaskólinn að Laugarvatni á í margs konar samstarfi sem styður við skólastarfið og nám nemenda. Um er að ræða erlend samstarfsverkefni, skólaheimsóknir (nemenda og kennara), námsferðir, vettvangsferðir í fyrirtæki og stofnanir o.fl.

Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla eiga framhaldsskólar að vera í tengslum við atvinnulífið og önnur skólastig. Í stefnu skólans kemur fram að unnið er að tengslum við atvinnulífið með vettvangsferðum og samstarfsverkefnum. Tengsl við önnur skólastig eru einnig ræktuð. Má þar nefna árlegan kynningardag á haustin þar sem grunnskólanemum á Suðurlandi er boðið í ML í skoðunarferð og kynningu á skólanum. Á öðru ári fá nemendur kynningu á háskólanámi og starfsmöguleikum í lífsleikniáfanga. 

 

2023-2024

Námsferðir 

Gestir í lífsleikniáfanga og umsjónartíma o.fl. 

 • Samtökin 78 – Hinsegin og íþróttir (31. október) – allur skólinn á sal [frétt kemur í janúar]  
 • Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum – í boði FOMEL – allur skólinn á sal 
 • Ofbeldisforvarnarskólinn, Benedikta Sörensen (1. bekkur, lífsleikni) 
 • Ástráður-félag læknanema – (1. bekkur, lífsleikni) 
 • Indigo ferðaskrifstofa – (3. bekkur, lífsleikni) 
 • AFS – (3. bekkur, lífsleikni) 
 • Nord-Jyllands idræthöjskole – Lýðháskóli í Danmörku – (3. bekkur, lífsleikni) 
 • VR – lífsleikni – (3. bekkur, lífsleikni) 
 • Microsoft – fræðsla um gervigreind (kennarar á verkefnadegi) 

Heimsóknir frá innlendum og erlendum skólum 

 • Hópur skólastjórnenda frá Hollandi (07.11.2023)  
 • Gestir frá Salzburg (tveir kennarar á Erasmus styrk, 25.09.2023)  
 • Teymi frá Flensborg hemsótti ML til að ræða EKKO mál (18.09.2023)  
 • Starfsmannafélag Tækniskólans (16.08.2023) 

Eitt og annað 

2021-2022

2020-2021

 • Shapes of Water, Erasmus verkefni frá 1. des. 2020 til 30. nóv. 2022
 • Upplifðu Suðurland – heimsókn í Fontana og Efsta-Dal haust 2020
 • Eðlisfræði – Heimsókn í Eyvindartungu (virkjun, fjárhús, viðburðarrými) vor 2021
 • Útivist – Zipline og ganga á Sólheimajökli vor 2021.
 • ML-ingar á listasöfnum – ML 4. mars 2021

2019-2020

2018 – 2019

 • Erasmus plús samstarfsverkefni við Pablo Picasso menntaskólann í Perpignan í Frakklandi á sviði jarðfræði. Franskir nemendur ásamt kennurum heimsóttu okkur vorið 2018 og nemendur ML fóru til Perpignan í október 2018. Von er á litlum hópi frakka haustið 2019.  Verkefnið stendur yfir árin 2018-2020.
 • Kór ML og kórstjóri hlutu Menntaverðlaun Suðurlands. Vor 2019.  https://ml.is/kor-ml-og-korstjori-hlutu-menntaverdlaun-sudurlands/
 • Forritarar framtíðarinnar. Styrkur til innleiðingar forritunarkennslu. Vor 2019. https://ml.is/forritarar-framtidarinnar/

2017 – 2018

 • Gulleplið – fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf framhaldsskóla. Vor 2018.
 • Sprotasjóður. Innleiðing leiðsagnarmats í stærðfræði við Menntaskólanna að Laugarvatni. Verkefnið kynnt á ráðstefnu á vegum Skólaþróunar, samtaka áhugafólks um skólaþróun, sem bar nafnið Framhaldsskóli í þróun: Ráðstefna um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum. Einnig voru kennarar með málstofu hvar verkefnið var kynnt innan ráðstefnu Nordic & Baltic GeoGebra Network í Reykjavík haustið 2017. https://ml.is/styrkur-ur-sprotasjodhi/

2016 – 2017

2012 – 2013

 • NordPlus Junior samstarfsverkefni í líffræði og ensku við Vestjysk Gymnasium á Jótlandi í Danmörku. Danskir nemendur heimsóttu Menntaskólann að Laugarvatni haustið 2012 og íslenskir nemendur heimsóttu Jótland að vori 2013. (Umsjónarmenn verkefnis voru Jóna Katrín Hilmarsdóttir og Jóna Björk Jónsdóttir).

2010 – 2011

 • Heimsóknir kennaranemar frá Linnaeus háskólanum í Växjö, Svíþjóð. Heimsóknin er liður í þjálfun sænskra kennaranema. Þeir tala við nemendur í dönsku í ML um t.d. sameiginlega menningu Norðurlanda og framsaga þeirra er metin af kennurum þeirra.  Verkefnið hefur verið í gangi fram til þessa.

2007 – 2008

 • From Geysers to Marsmars. Comenius nemendaskiptaverkefni við IES Diego Angulo, skóla í Valverde del Camino í Huelva héraði á Spáni.
Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?