Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl., ákváðu kórstjórar kóranna tveggja að sameina krafta sína. Þarna komu saman tveir ólíkir en frábærir kórar með ungmennum sem höfðu mikið gott af því að kynnast og læra hvert af öðru. Gaman er að segja frá því að kórstjóri Menntaskólans við Hamrahlíð, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, er gamall ML-ingur og Eyrún Jónasdóttir kórstjórinn okkar er gamall MH-ingur.

Tónleikar kóranna tveggja fóru fram í hátíðarsal MH og það var stórkostlegt að sjá þessum ólíku kórum blandað saman. ML byrjaði á að taka nokkur lög, MH tók þá við og síðan tóku kórarnir þrjú lög saman. Við þökkum kór Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir höfðinglegar móttökur.

Hér má sjá myndir frá vel heppnuðum tónleikum.

Næst á dagskrá eru jólatónleikar ML í Skálholtskirkju 23. og 24. nóvember. Uppselt er á báða tónleikana.

Margrét Elín Ólafsdóttir

verkefnastjóri kórs Menntaskólans að Laugarvatni