Föstudaginn síðasta, þann 1. nóvember, fóru nemendur í félagsfræði á öðru og þriðja ári á Þjóðarspegilinn.  Þjóðarspegillinn er ráðstefna í félagsvísindum og er haldin í Háskóla Íslands. Nemendur fengu að velja sér málstofur til að sitja á og var valið bæði fjölbreytt og áhugavert, má þar nefna málefni er tengjast fötlunarfræði, fjölmiðlafræði, kynjafræði og afbrotafræði. Nemendur vinna svo verkefni í tengslum við ferðina og segja frá rannsóknum sem þau kynntust á málstofunum. Í hádeginu fór hópurinn saman á Stúdentakjallarann og snæddu hamborgara. Það var ákveðin upplifun að borða á stað sem hefur hrollvekjumyndina Hannibal í gangi á stóru tjaldi fyrir gesti og gangandi.

Þetta var einnig gott tækifæri til þess að kynnast háskólasamfélaginu betur og vonandi vekja enn frekari áhuga á félagsvísindum. Eftir góða ferð fór hópurinn heim og nemendur undirbjuggu sig fyrir ball kvöldsins.

Myndir hér.

Karen Dögg félagsvísindakennari