Við lok síðustu haustannar fóru nemendur í valáfanganum Upplifðu Suðurland í upplifunarferð um Vesturland til samanburðar. Þar var fyrsta stopp, Hernámssetrið að Hlöðum https://www.warandpeace.is/. Hvar myndin hér að ofan var tekin, mynd er vel á við í dag á tímum er bornir hafa verið saman við stríðsástand.

Styttan, ,,Von um frið“ var reist af Rússum sem gjöf frá þeim til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðaflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Pálmi húsbóndi afhenti og til varðveislu á hernámssetrinu gamalt rúm og bíóbekk frá Hvítárnesi í Hvalfirði, er að loknu hernámi hafði verið flutt að Laugarvatni.

Frá Vöðlum lá leiðin yfir Draghálsinn á Hvanneyri, hvar hluti nemenda fékk kynningu á efnagreiningu hjá efnagreiningu.is. Á móti hópnum tók Teitur Sævarsson fyrrum nemandi við ML. En einnig var gengið um skólaþorpið. Litið inn í nýja gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl, Landbúnaðarsafnið og að lokum  í skólahúsnæðið sjálft.

Frá Hvanneyri lá leiðin á Akranes við sólarlag. Hvar sóttur var heim Akranesviti er hefur verið listaður með eftirsóttustu áfangastöðum veraldar. Að lokum var síðan snæddur kvöldverður í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi.

Nú á tímum krefjandi og erfiðra aðstæðna í ferðaþjónustu er kallað er eftir jákvæðum sögum. Er því rétt að rifja upp þessa upplifunarferð og hvetja fólk til að rýna í þann fjölda áhugaverðra áfangastaða sem er í nærumhverfi okkar, með heimsókn í huga.

Hér eru nokkrar myndir úr vesturlandsferðinni.

Jón Snæbjörnsson