Nemendur í valáfanganum stjörnufræði, heimsóttu miðvikudagskvöldið 29. janúar, best búnu stjörnuskoðunaraðstöðu landsins, við Hótel Rangá. Þar er sérútbúið smáhýsi með afrennanlegu þaki ásamt tveimur öflugum stjörnusjónaukum, bæði linsu- og spegilsjónauka. Á móti hópnum tóku Kári Helgason formaður Stjarnvísindafélags Íslands og Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins er fræddu okkur um Venus og Tunglið sem sáust vel á kvöldhimninum. En einnig um stjörnumerki og ýmis djúpfyrirbæri, vetrarbrautir, tvístirni, kúluþyrpingar ofl. er voru vel sýnileg voru með hjálp tölvustýrðu sjónaukanna tveggja.
https://www.stjornufraedi.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/
Jón Snæbjörnsson kennari