Dagana 30. september til 1. október 2019 heimsóttu okkur 14 franskir framhaldsskólanemendur ásamt þremur kennurum sínum. Heimsóknin var hluti af Erasmus+ samstarfsverkefni ML við Pablo Picasso menntaskólann í Perpignan í Frakklandi á sviði jarðfræði, en verkefninu lýkur á næsta ári. Hópurinn var á Íslandi í viku með því markmiði að skoða jarðfræði Suðurlands. Það tókst þeim vel og var dagskráin ansi pökkuð hjá þeim. Þau gáfu sér þó tíma til að skoða skólann okkar og mæta í nokkrar kennslustundir. Fyrri daginn fengu þau að fara út á Laugarvatn á kanóum og fengu svo rjúkandi hverabrauð með reyktum silungi. Það þótti þeim frábært. Þau fóru í Fontana, gengu að Brúarfossi og fengu sér ís í Efstadal. Þau skoðuðu Gullfoss, Geysi og Þingvelli og kepptu við ML-inga í bandý. Þetta var hress og skemmtilegur hópur sem gaman var að fá að taka á móti. Myndir hér.

Heiða Gehringer verkefnastjóri Erasmus+ í ML