Mánudaginn 13. mars fóru nemendur í LIST2SS04 – Stefnur og straumar í myndlist- í heimsókn í Gullkistu á Laugarvatni. Gullkistan er miðstöð fyrir alþjóðlegt listafólk sem kemur hingað til að vinna að list sinni. Oft höfum við á Laugarvatni notið góðs af því og kynnst frábæru listafólki. Í þetta sinn var það listamaðurinn Isaac Mocarsky sem kenndi okkur að silkiprenta. Nemendur fengu að prófa að prenta á pappír og líka á bol. Allir lærðu eitthvað nýtt og skemmtu sér vel. Við þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að heimsækja Gullkistuna aftur.

Heiða Gehringer