Nemendur í 3F í íslensku sátu ritlistarnámskeið í liðinni viku hjá Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundi. Guðrún Eva þykir einn okkar besti og afkastamesti rithöfundur. Hún hefur m.a. kennt ritlist í Listaháskóla Íslands. Guðrún Eva hitti nemendur í 3F tvo daga í röð og miðlaði af reynslu sinni og aðferðum. Enginn var ósnortinn af nærveru og kennslu Guðrúnar.

Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari