Menntaskólinn að Laugarvatni hefur formlega hlotið nafnbótina UNESCO skóli. Tímamótunum var fagnað í gær með því að vekja athygli á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi sem haldinn er árlega þann 25. nóvember. Af því tilefni blaktir appelsínugulur fáni í fánaborg skólans þó að lognið á Laugarvatni hristi fánana ekki fast þessa dagana.  

ML fagnar einlæglega þessum áfanga og hyggst í samstarfi við UNESCO vekja athygli nemenda sinna á starfi Sameinuðu þjóðanna og ekki síst heimsmarkmiðum þeirra. Á meðfylgjandi myndum eru nemendur ML með skírteinið góða að fagna þessum áfanga.  

Hér er hlekkur á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Heimsmarkmið | Forsíða (heimsmarkmidin.is) og eins er hægt að kynna sér heimasíðu UNESCO skólanna hér UNESCO Associated Schools Network | UNESCO be síðan er mikill hafsjór fróðleiks af ýmsu tagi.  

Jóna Katrín