Síðastliðinn miðvikudag fengum við heimsókn frá Det Blå Gymnasium í Sönderborg á Jótlandi í Danmörku. 17 nemendur á hagfræðilínu ásamt tveimur kennurum skoðuðu skólann og hittu nemendur í 1.F. Danskir og íslenskir nemendur tóku tal saman og notuðu tímann til að kynna sig og spjalla saman um tónlist og fleira sem ungmenni á þessum aldri hafa áhuga á.

Gestunum þótti mjög áhugavert að kynnast heimavistarmenningunni, bekkjarkerfinu og hinu fjölbreytta félagslífi sem er hér í ML.

Anna Kr. Ásmundsdóttir dönskukennari