Hópur 3ju bekkinga í vali í Kvikmyndasögu fór fyrr í apríl í kynnisferð á höfuðborgarsvæðið. Fyrst var tekinn rúntur um Gufunesið, framtíðar kvikmyndaborg Íslands, þar sem verið er að koma upp kvikmyndaveri í gömlu áburðarverksmiðjunni. Þá var haldið til Hafnarfjarðar í Kvikmyndasafn Íslands. Þar tóku á móti hópnum þau Gunnþóra Halldórsdóttir og Gunnar Tómas Kristófersson og útskýrðu fyirir okkur starfsemi Kvikmyndasafns sögu þess og aðstöðu. Þau leiddu okkur meðal annars inn í kæligeymslu sem varðveitir íslenska kvikmyndasögu á filmum. Við fengum svo fyrirlestur með sýnishornum úr íslenskri kvikmyndasögu. Margtaf því má sjá á vefnum Ísland á filmu, þar sem allir geta kynnt sér gamlar kvikmyndir frá Íslandi.
Að lokinni kynnisferðinni í Kvikmyndasafnið var farið í Bíó Paradís. Þar sáum við Óskarsverðlaunamyndina Belfast, sem gerist á Norður-Írlandi um 1970 þegar þar ríkti í raun styrjaldarástand. Myndin lýsir myndin uppvexti ungs drengs og fjölskyldu hans í þessum erfiðu aðstæðum.
Eftir bíóferðina snæddi hópurinn saman á Grillhúsinu og hélst að því loknum aftur heim að Laugarvatni, eftir vel heppnaða ferð. Við færum Berglindi Pálmadóttur bílstjóranum okkar bestu þakkir fyrir ferðina. Hér fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni í Kvikmyndasafn Íslands.
Siggi P.