Safnverðir frá Byggðasafni Árnesinga heimsóttu 3F í íslensku á föstudaginn í síðustu viku. Erindið var að kynna ,,gömlu íslensku jólatrén” og lána nemendum þrjú tré þeim til innblásturs og hvatningar. Nemendur færa síðan trén, á næstu vikum, í hvern þann búning sem andinn blæs þeim í brjóst (en þó í tengslum við íslenska tungu). Trén í þeirra ,,útfærslu” verða að lokum til sýnis í Húsinu á Eyrabakka í desember. Það verður heldur betur spennandi að sjá afraksturinn!
Elín Una íslenskukennari