Í Afbrotafræðinni, sem er valáfangi á þriðja ári, höfum við fengið skemmtilegar heimsóknir til okkar. Elís lögreglufulltrúi og Marlín Aldís fangavörður kíktu á okkur og sögðu okkur frá starfi sínu og hvernig það gengur fyrir sig. Karen Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá fangelsismálastofnun kom einnig til okkar og fræddi okkur um fangelsismálin og meðferðastarf sem fram fer þar. 

Mjög áhugavert og gagnlegt að fá fólk sem vinnur við þetta alla daga og nemendur voru óhræddir að spyrja þau spjörunum úr, er raunveruleg betrun að eiga sér stað í fangelsum til dæmis og er hægt að hjálpa öllum? Látum myndir fylgja af heimsóknunum. 

Karen Dögg, félagsvísindakennari