Farið var í námsferð um Suðurland þann 29. september með nemendur úr 3. bekk, flestir úr 3N en líka voru nokkrir úr 3F. Aðalmarkmiðið var að skoða nokkra hluti sem við höfum lært í kennslustofunni í samhengi við veruleikann. Einnig að nota tækifærið til að sjá aðra hluti sem við munum læra um í framtíðinni.

Fyrsta stopp var hjá Geysi þar sem við lærðum um jarðhita og hvað drífur jarðhitavirkni, útfellingu (steindum sem myndast þegar vatn kolast á jarðhitasvæði) og svo framvegis. (Sjá mynd 1, sem sýnir kennara fræða nemanda um jarðhita og útfellingar. Mynd tekin úr skýrslu nemanda).

Eftir Geysi fórum við að skoða vatnsafl og hvernig vatn brýtur berg við Gullfoss og líka við Brúarhlöð.  Við Brúarhlöð fundum við ummerki um bólstraberg. (Sjá mynd 2, þar sem sjá má nemanda  sýna (og benda á) ummerki um bólstrabergi við Brúarhlöð).

Nemendur lærðu líka um myndun Brúarhlaða, sem kom sumum aðeins á óvart. Nemendur vissu ekki að þessi staður var móbershryggur, en þau lærðu hvað það er.  (Sjá mynd 3, sem sýnir nemendahóp við Brúarhlöð við hlið móbergshryggs sem væntanlega er frá síðasta jökulskeiði).

Eftir Brúarhlöð, var á áætlun að fara og skoða sprungur sem mynduðust eftir Suðurlandsskjálftana árið 2000. En því þegar við komum þangað var því miður hellirigning, þannig að nemendur fengu aðeins stutta fræðslu í rútunni.

Eftir góðan hádegismat á Midgard Base Camp, fórum við að skoða Lava Centre og læra meira um flekahreyfingu og hversu sérstakt Ísland er.  (Sjá mynd 4). Þar var líka hægt að sjá samspil milli flekaskila og möttulstrók undir Íslandi. Sumir nemendur voru alveg í sjokki með jarðskjálftahermi á Lava Centre! (Á mynd 4 eru nemendur að fikta og læra um eldfjallavirkni á Lava Centre).

Eftir Lava Centre, fórum  við að skoða eystri hluta Þingvalla við Hrafnagjá. Þar horfðum við á siggengi sem hefur myndast eftir flekaskil.

Ferðinni lauk aðeins seinna en gert var ráð fyrir, en við komum samt á réttum tíma í  kaffi.

Jorge Montalvo

náttúrufræðikennari