Innritun
Staðfest innritun
Eftir að innritun hefur verið staðfest fær nemandi póst frá skólanum með ýmsum upplýsingum.
Ábyrgðir, undirskriftir og reglur
Nýnemar á heimavist skulu hafa lokið við að undirrita ábyrgðaryfirlýsingar vegna heimavistar- og skólareglna og skjölum sem tengjast fjármálum og viðskiptareikningi við mötuneytið. Sjá hnapp hér til hliðar.
Athugið að foreldri/forráðamaður þarf að undirrita tvö skjöl en nýneminn eitt. Það er því nauðsynlegt fyrir nemendur að ná sér í rafræn skilríki en hægt er að nálgast þau í sínum banka.
Skólasóknarreglur og heimavistarreglur er aðgengilegar á heimasíðu skólans. Nemendur og foreldrar/forráðamenn þurfa að þekkja þessar reglur og heita því að fylgja þeim og staðfesta það með rafrænni undirritun. Bæði nemandinn og forráðamaður/foreldri þurfa að undirrita staðfestingu þessa rafrænt.
Foreldri/forráðamaður þarf að undirrita rafrænt skjal sem staðfestir fjárhagslega skuldbindingu gagnvart skólanum, mötuneytinu og heimavistinni.
Innritunarskilyrði
Forsendur innritunarreglna eru nýr, opinber matskvarði í grunnskólum þar nemendur hljóta hæfnieinkunnir í lok 10. bekkjar, þar sem eingöngu er notast við bókstafi.
Þessi kvarði er eins og hér má sjá:
Hæfni- einkunn | Texti |
A | Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs. |
B+ | Þessi einkunn þýðir að nemandinn er langt kominn með þá hæfni sem krafist er til að hljóta hæfnieinkunnina A. |
B | Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs |
C+ | Þessi einkunn þýðir að nemandinn er langt kominn með þá hæfni sem krafist er til að hljóta hæfnieinkunnina B. |
C | Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs. |
D | Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs. |
Innritun í Menntaskólann að Laugarvatni
Miðað er við að umsækjandi hafi náð hæfniviðmiðum í 4 námsgreinum: íslensku, ensku, stærðfræði og dönsku/norðurlandamáli, sem jafngilda B eða betra, en skólanum er heimilt að víkja lítillega frá þeirri reglu.
Námsgrein | Hæfnieinkunn |
Íslenska | B |
Enska | B |
Stærðfræði | B |
Danska (Norðurlandamál) | B |
Ef umsóknir eru fleiri en hægt er að verða við og þeir sem velja þarf á milli, reiknast með svipaðar niðurstöður er litið til annarra þátta og má þar helst nefna: búsetu, skólasókn í grunnskóla, einkunnir í öðrum greinum og ef til vill viðbótargögn sem umsækjendur hafa valið að senda skólanum. Slík viðbótargögn gætu verið vegna þátttöku í félagsstarfi, persónuleg greinargerð eða annað sem umsækjandi óskar að koma á framfæri.
Menntaskólinn að Laugarvatni
Hafðu samband við ML
Menntaskólinn að Laugarvatni
Skólatúni 1
840 Laugarvatn
Upplýsingar
Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299
Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?