Þjónusta við nemendur

Bókasafn ML

Hlutverk bókasafnsins er að þjóna nemendum, kennurum og starfsfólki Menntaskólans.

Einnig er í gildi þjónustusamningur við sveitarfélagið Bláskógabyggð um þjónustu við grunnskóla- og leikskólanema sveitarinnar, sem og almenning, hvað varðar útlán og aðra slíka þjónustu á efni í eigu safnsins. Einnig er í boði og sjálfsagt að fá að nýta lesaðstöðu bókasafnsins. Bókasafnið er opið öllum íbúum og almenningi og allir velkomir á auglýstum opnunartíma safnsins.

Safnkostur telur u.þ.b. 20.000 eintök.

Efni bókasafnsins er skráð í bókasafnskerfið Gegni. Slóðin er: https://ml.leitir.is

Allir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni eiga rétt á faglegri bókasafns- og upplýsingaþjónustu á bókasafni skólans, endurgjaldslaust. Þeir hafa jafnan aðgang að upplýsingum án tillits til félagslegrar stöðu eða uppruna. Safnið er búið bókum, tímaritum, myndefni og öðrum safnkosti, sem tengist skólastarfi. Jafnframt er veittur aðgangur að rafrænum gögnum innan skóla og á netinu. Bókasafns- og upplýsingafræðingur á að veita nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum virka upplýsingaþjónustu og stuðla þannig að upplýsingalæsi og samþættingu sjálfstæðrar þekkingarleitar og kennslugreina. Lesaðstaða, vinnuaðstaða og aðgangur að tölvum og prentara er í tengslum við safn.

Sími: 480 8806
Netfang: bokasafn@ml.is

  

Opnunartími safnsins eru:

 

Mánudagur09.00-12.15 og 13.00-15.00
Þriðjudagur09.00-12.15 og 13.00-16.00
Miðvikudagur10.00-12.15 og 13.00-16.00
Fimmtudagur09.00-12.15

Náms- og starfsráðgjöf

Við Menntaskólann að Laugarvatni starfar einn náms- og starfsráðgjafi í hálfu starfi.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa við skólann er að standa vörð um velferð nemenda og vera málsvari þeirra og trúnaðarmaður innan skólans. Náms- og starfsráðgjafi leitast við að aðstoða nemendur við lausn ýmissa mála sem upp koma. Hann starfar í þágu nemenda, styður þá og liðsinnir í málum sem snerta m.a.

    • Nám, námstækni og prófkvíða
    • Náms- og starfsval
    • Persónuleg mál

Markmið náms- og starfsráðgjafar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf.

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans til boða og eru þeir ávallt velkomnir hvort sem erindið er stórt eða smátt. Náms- og starfsráðgjafa er einnig ætlað að aðstoða foreldra/forráðamenn, kennara og aðra samstarfsmenn í málum einstakra nemenda.

Hafi nemendur greiningar um námserfiðleika eru þeir hvattir til að koma þeim sem allra fyrst til skila til náms- og starfsráðgjafa skólans.

Sími: 480 8803

Netfang: nos@ml.is 

 

Viðtalstími náms- og starfsráðgjafa - vorönn 2024

 

mánudagurþriðjudagurmiðvikudagurfimmtudagurföstudagur

Viðtalstími

Kl. 9:00 – 12:00

 

Fundur
Matarhlé

Viðtalstími

Kl. 13:10 – 16:00

Viðtalstími

Kl. 13:10 – 16:00

Viðtalstími

Kl. 13:10 – 16:00

Viðtalstími

Kl. 14.00 – 16:00

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta stendur nemendum boða og hægt er að fá tíma hjá sálfræðingi ef þörf krefur. Sálfræðingurinn kemur í ML tvisvar í mánuði og geta nemendur bókað tíma hér fyrir neðan.

Skólinn greiðir tvo tíma á skólaári fyrir hvern nemenda, ef þörf er á, á meðan á skólagöngu hans við ML stendur. Þurfi nemandi á fleiri tímum að halda þarf hann að greiða sjálfur fyrir tímana.

Elfar Þór Bragason er starfandi sálfræðingur við Menntaskólann að Laugarvatni í samvinnu við Heilsuvernd. Elfar hefur aðstöðu í ML þar sem nemendur geta bókað hjá honum tíma og fengið sálfræðiþjónustu í nærumhverfi. Elfar hóf feril sinn sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi og bjó lengi í Svíþjóð þar sem hann menntaði sig og starfaði. Elfar lauk B.A. námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri og meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík að viðbættu sérnámi í hugrænni atferlismeðferð, námi í áhugahvetjandi samtölum, námi í community reinforcement approach, meðferðarfræði og fleiru í Svíþjóð

Reynt er að tryggja að biðtími til sálfræðingsins sé ekki langur. Ef það er of langt þar til næsti tími er laus er nemendum bent á að leita til heilsugæslu eða hringja í hjálparsíma 1717.
Fleiri úrræði má sjá á spjaldinu fyrir framan matsalinn.

Umsjónarkennarar, námsráðgjafi, húsbóndi og húsfreyja og fleiri eru alltaf til staðar ef þörf er á spjalli.

Netfang sálfræðings er salfraedingur@ml.is.

 

Tölvuþjónusta

Tölvuþjónusta ML er opin þrjá daga í viku en neyðarfyrirspurnum er sinnt alla daga.

Menntaskólinn að Laugarvatni er með samning við Microsoft og fær þess vegna aðgang að Office 365 skýi Microsoft.

Þetta þýðir að nemendur og kennarar hafa ókeypis aðgang að eftirfarandi:

  • nýjasta Office pakkanum (Office 365)
  • tölvupósti með @ml.is netfangi
  • Onedrive sem er gagnageymsla í skýi 1 T af stærð
  • Onenote til að glósa
  • Teams til hópavinnu og allrar samvinnu

Skjávarpar eru í öllum skólastofum og öflugt þráðlaust net um öll húsakynni.  Almennar tölvur til notkunnar fyrir nemendur eru á bókasafni með aðgengi að prentara.

Í ML er Moodle notað sem námskerfi og Inna sér um að halda utan um nemendaskráningu.

Menntaskýið er sameinað tölvukerfi allra framhalds- og háskóla í landinu. ML er aðili að Menntaskýinu.

Lyklakippan er gátt Menntaskýsins, þar sem hægt er að skipta um lykilorð eða endursett tveggja þátta auðkenningu (MFA).

Tölvuþjónustan er opin þriðjudaga – fimmtudaga frá 9:00 til 15:00

Sími 4808805

 

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?